Vel heppnað styrktarmót barna- og unglingastarfs GA

Styrktarmót barna- og unglingastarfs GA var haldið á laugardaginn síðasta, 4. júní.

66 kylfingar tóku þátt í mótinu og skemmtu sér vel í veðurblíðunni sem lék við okkur um helgina.

Verðlaun voru fyrir efstu fjögur sætin ásamt nándarverðlaunum á 4., 8., 11., 14. og 18. holu.

1. sæti: Eygló Birgisdóttir   
2. sæti: Arnar Freyr Viðarsson
3. sæti: Björg Ýr Guðmundsdóttir
4. sæti: Auðunn Aðalsteinn Víglundsson

Nándarverðlaun voru sem hér segir:
4. hola:  Jón Elvar 3,77 m
8. hola: Magnús Finnsson 4,56 m
11. hola: Brynja Herborg 2,84 m
14. hola: Karl Hannes 3,4
18. hola: Guðmundur Túliníus 1,47 m

Barna- og unglinganefnd vill þakka ölllum þeim sem tóku þátt í mótinu og styrktu um leið starfið kærlega fyrir.