Veigar Heiðarsson er þessa dagana í Skotlandi þar sem hann mun taka þátt í St. Andrews Links Trophy mótinu sem spilað er á St. Andrews.
Veigar leikur æfingahringinn í dag á Jubilee vellinum og hefst síðan mótið á morgun.
Veigar er í Skotlandi ásamt Heiðari Davíð golfkennara GA og taka tveir aðrir Íslendingar þátt í mótinu, þeir Logi Sigurðsson og Markús Marelsson.
Mótið er alþjóðlegt áhugamannamót sem hefur verið haldið árlega síðan 1989 og eru 144 keppendur sem keppast um að vinna mótið. Eftir fyrstu tvo hringina komast 40 efstu áfram sem leika þá 36 holur á Old Course á lokadeginum. Veigar hefur leik á morgun kl.8:20 að staðartíma og er hægt að fylgjast með gangi mála hér: https://www.golfgenius.com/pages/5109752
Við óskum Veigari góðs gengis og verður gaman að fylgjast með honum í mótinu.