Veigar sigraði á fyrsta móti tímabilsins á unglingamótaröð GSÍ

Auður Bergrún Snorradóttir og Veigar Heiðarsson, sigurvegarar í stúlkna- og piltaflokki. Mynd/GSG
Auður Bergrún Snorradóttir og Veigar Heiðarsson, sigurvegarar í stúlkna- og piltaflokki. Mynd/GSG

Um helgina fór fram fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ 2024 á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.

Aðstæður voru krefjandi og var fyrsta umferð felld niður vegna veðurs en leiknar voru 36 holur í stað 54. GA átti 7 þátttakendur á mótinu, þrjár stúlkur og fjóra drengi.

Í piltaflokki voru þeir Veigar Heiðarsson, Valur Snær Guðmundsson, Patrekur Máni Ævarsson og Vilhjálmur Ernir Torfason og gerði Veigar sér lítið fyrir og sigraði flokkinn á samtals fjórum höggum undir pari. Veigar spilaði hringina á 71(-1) og 69(-3) höggum og sigraði að lokum með einu höggi. Valur Snær endaði jafn í 17.sæti á +16 en fyrsti hringurinn var erfiður á 85 en hann fann sig betur seinni daginn og spilaði þá á 75 höggum. Patrekur Máni endaði í 38.sæti á +47 (101-90) og Vilhjálmur í 40. sæti á +71 (109-106).

Þá voru þær Bryndís Eva, Lilja Maren og Björk Hannesdóttir allar í stúlknaflokki og varð hún Bryndís Eva í 7.sæti á +20 (83-81), flottur árangur hjá Bryndísi Evu. Lilja Maren varð jafn í 19.sæti á +31 (93-82) og Björk í 23.sæti á +36 (92-88).

Flott fyrsta mót hjá krökkunum okkar og verður gaman að fylgjast með þeim í sumar.