Íslandsmótið í höggleik hófst í gær á Hvaleyrarvelli og eru eins og áður segir 9 keppendur frá Golfklúbbi Akureyrar á meðal keppenda.
Veigar Heiðarsson lék best allra GA keppenda í gær en hann kom í hús á þremur höggum undir pari og er jafn í 5. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Veigar fékk sjö fugla og fjóra skolla á hringnum og er til alls líklegur á mótinu. Hjá stelpunum lék Andrea best en hún var á sjö höggum yfir pari og er jöfn í 15. sæti eftir fyrsta keppnisdag.
Skor GA keppenda var eftirfarandi.
Veigar Heiðarsson -3 69
Tumi Hrafn Kúld +2 74
Óskar Páll Valsson +4 76
Víðir Steinar Tómasson +5 77
Valur Snær Guðmundsson +5 77
Mikael Máni Sigurðsson +7 79
Andrea Ýr Ásmundsdóttir +7 79
Lilja Maren Jónsdóttir +9 81
Bryndís Eva Ágústsdóttir +9 81
Hægt er að fylgjast með stöðu mála hér
RÚV sýnir svo frá mótinu í dag frá 15:30-18:30 og verða þá Veigar og stelpurnar okkar á vellinum. Við óskum krökkunum okkar góðs gengis.