Veigar keppir á German Boys & Girls

Frá vinstri: Veigar, Markús, Perla og Eva. Mynd/Golf.is
Frá vinstri: Veigar, Markús, Perla og Eva. Mynd/Golf.is

Veigar Heiðarsson er um þessar mundir á Hardenberg golfsvæðinu í Þýskalandi þar sem German Boys & Girls áhugamannamótið fer fram en mótið er meðal sterkustu áhugamannamótum Evrópu fyrir kylfinga undir 18 ára aldri. Veigar er þar ásamt þremur öðrum ÍSlendingum, þeim Perlu Sól Sigurbrandsdóttir, Evu Kristinsdóttir og Markúsi Marelssyni. 

Í piltaflokki er 65 keppendur og er meðalforgjöfin +2,6 þannig ljóst er að mótið er gríðarlega sterkt. 

Fyrsti hringur var spilaður í gær og spilaði Veigar á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er jafn í 18. sæti en hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og 10 pör á hringnum. Efstu menn eru spiluðu á 70 höggum og er því stutt á toppinn fyrir Veigar og óskum við honum góðs gengis. Hægt er að fylgjast með stöðu mála hér: https://dgvpublic.cio.golf/score/490002394196