Veigar Heiðarsson stigameistara 17-21 árs pilta

Veigar Heiðarsson er stigameistari 2023 í flokki pilta 17-21 árs. Hann sigraði á tveimur mótum af fimm, þar á meðal Íslandsmótinu í höggleik, varð þriðji á einu móti og í topp 10 á hinum tveimur mótunum. Í sama flokki varð Skúli Gunnar fjórði og Valur Snær ellefti, aðrir GA strákar í þessum flokki tóku aðeins þátt í einu móti en það voru Lárus Ingi (36), Mikael Máni (39), Óskar Páll (41) og Patrik Róbertsson (44).

Í flokki stúlkna 17-21 árs varð Lana Sif 14., Kara Líf 15. og Kristín Lind 20., Kristín og Kara tóku þátt í einu móti en Lana í tveimur. 

Í flokki pilta 15-16 ára varð Ragnar Orri Jónsson í 8. sæti, Ólafur Kristinn í 16. sæti og Skúli Friðfinnsson í 27. sæti. Ragnar Orri tók þátt í öllum fimm mótunum, Ólafur Kristinn þremur og Skúli einu. 

Í flokki 13-14 ára pilta varð Arnar Freyr Viðarsson 9., Ágúst Már 12. og aðrir tóku þátt í 1-2 mótum og urðu neðar. Arnar Freyr spilaði í öllum fimm mótunum og Ágúst Már í fjórum. Egill Örn(25) spilaði í tveimur mótum og þeir Baldur Sam Harley (32), Finnur Bessi Finnsson (34), Askur Bragi Heiðarsson (36) og Patrekur Máni Ævarsson (40) tóku þátt í einu móti.

Í flokki 13-14 ára stúlkna varð Bryndís Eva í 2. sæti, Lilja Maren í 4. sæti og Björk Hannesdóttir í 9. sæti, frábær árangur hjá stelpunum en Bryndís og Lilja tóku þátt í öllum fimm mótunum og Björk í fjórum. Bryndís endaði í 2. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni og varð Íslandsmeistari í höggleik! Frábært sumar hjá henni. 

Í flokki 12 ára og yngri pilta varð Kristófer Áki í 9. sæti, Axel James í 18. sæti og Bjarki Elíasson í 23.sæti. Kristófer tók þátt í tveimur mátum og Axel og Bjarki í einu. 

Flott sumar hjá okkar krökkum og er ljóst að þau eru að taka miklum framförum og stefna langt fyrir GA næstu ár.