Veigar Heiðarsson sigraði á Icelandic Junior Midnight Challenge

Icelandic Junior Midnight Challenge var haldið á Hlíðavelli dagana 25-28 júní og tóku tveir kylfingar frá GA þátt í mótinu, þeir Skúli Gunnar og Veigar.

Mótið er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni sem er haldin um allan heim og hefur verið mót haldið hér á landi undanfarin ár. Sigurvegarinn á mótinu fær þátttökurétt í lokamótinu sem er haldið á hinum stórglæsilega West Cliffs golfvelli í Portúgal. 

Veigar gerði sér lítið fyrir og vann mótið á samtals 7 höggum undir pari. Hann lék hringina þrjá á 66-70-73 og var í harðri baráttu við Daníel Ísak sem lék á samtals -5 höggum, næstu menn komu svo á +6 höggum. Stórglæsilegur árangur hjá Veigari og óskum við honum innilega til hamingju með sigurinn og verður gaman að fylgjast með honum á lokamótinu sem verður haldið í Portúgal í lok nóvember.

Skúli Gunnar byrjaði af miklum krafti og var þriðji eftir fyrsta dag en náði sér ekki á strik hina tvo keppnisdagana og endaði á samtals +14 höggum, 70-79-81.