Veigar endaði í 14. sæti á German Boys & Girls mótinu

Veigar Heiðarsson tók þátt í German Boys & Girls mótinu sem var haldið á Hardenberg golfsvæðinu í Þýskalandi.

Veigar endaði jafn í 14. sæti eftir tvo hringi en hringur þrjú var ekki kláraður sökum veðurs en Veigar var þá búinn með sex holur og var á parinu í flottum gír. Veigar spilaði hringina tvo á 74 og 73 höggum og lauk því leik á +3 yfir pari. 

Flott mót hjá Veigari og hefði verið gaman að sjá hvort hann hefði ekki náð að klifra upp stigatöfluna á lokahringnum hefði hann fengið að klára hann.