Veigar efstur GA keppenda eftir tvo daga á Íslandsmótinu

Þá hafa GA keppendur lokið keppni á öðrum degi Íslandsmótsins í golfi á Hvaleyrinni við krefjandi aðstæður í dag. Vindurinn barði keppendur áfram og þurftu þeir að berjast við hann í allan dag en engu að síður voru mörg flott skor. 

Veigar Heiðarsson er þegar þetta er skrifað jafn í 4. sæti á -2 höggum eftir tvo daga en hann lék hringinn í dag á 73 höggum eða einu höggi undir pari. Ennþá eiga fjölmargir karlkylfingar eftir að ljúka leik og því ekki ljóst hvar niðurskurðarlínan er hjá körlunum. Eins og hún stendur núna er hún +10 sem myndi þýða það að Veigar væri eini karlkylfingur GA sem færi í gegnum niðurskurðinn, Óskar Páll er +11 og bíður eflaust spenntur eftir að leik lýkur í kvöld. 
*Uppfært - Óskar Páll komst í gegnum niðurskurðinn!*

Kvennaflokkurinn er búinn í dag og þar endaði niðurskurðurinn í +20 sem þýðir það að Bryndís Eva rétt missir af áframhaldandi keppni en hún endaði á samtals +21 en hún lék hringinn í dag á 84 höggum. Andrea Ýr er áfram efst af GA stelpunum í 15. sæti á +14 en hún hefur leikið hringina tvo báða á 79 höggum og Lilja Maren er á +19 jöfn í 21. sæti eftir hring upp á 82 högg í dag.

Hér má sjá hvernig skor GA keppenda er eftir fyrstu tvo dagana:
Karlar:
T4: Veigar Heiðarsson -2 69-73
T42: Óskar Páll Valsson +11 76-79
MC: Víðir Steinar Tómasson +12 77-79
MC: Mikael Máni Sigurðsson +12 79-77
MC: Valur Snær Guðmundsson +13 77-80
MC: Tumi Hrafn Kúld +15 74-85

Konur:
15: Andrea Ýr Ásmundsdóttir +14 79-79
T21: Lilja Maren Jónsdóttir +19 81-82
MC: Bryndís Eva Ágústsdóttir +21 81-84 

Við munum flytja frekari fregnir af okkar krökkum á morgun.