Veigar Heiðarsson er þessa dagana staddur í Dallas í Bandaríkjunum þar sem hann tekur þátt í U.S. Junior Amateur Championship.
Mótið er gríðarlega sterkt en spilaður er höggleikur fyrstu tvo dagana og þar komast 64 efstu kylfingarnir áfram og spila síðan holukeppni eftir það. Margir þekktir leikmenn hafa sigrað mótið á undanförnum árum en Scottie Scheffler vann mótið 2013, Will Zalatoris 2014, Min Woo Lee 2016 og Nick Dunlap 2021 til að mynda.
Veigar fékk boð á mótið vegna sterkrar stöðu sinnar á heimslista en hann var í 85. sæti í aldursflokki 18 ára og yngri.
Mikill hiti er í Dallas þessa dagana og er vatn á hverjum teig í boði fyrir keppendur en hitinn fer yfir 35 gráður á daginn.
Ekki er vitað til þess að Íslendingur hafi áður tekið þátt í mótinu og óskum við Veigar góðs gengis á því og er hægt að fylgajst með stöðu mála hér: