Okkar maður í Bandaríkjunum, Veigar Heiðarsson, er þessa dagana staddur á Hawaii þar sem lið hans East Tennessee State keppir á Ka'anapali Classic mótinu.
Mótið hófst í gær og er þrír dagar og spilaði Veigar fyrsta hringinn á pari vallarins, fékk tvo fugla og tvo skolla. Efsti maður lék á níu höggum undir pari en Veigar er jafn í 72. sæti eftir fyrsta keppnisdag. ETSU, skóli Veigars, er jafn í 14. sæti eftir fyrsta dag.
Þetta er fimmta mótið sem skólinn tekur þátt á í vetur og hefur Veigar verið valinn til að taka þátt í öllum mótunum. Skólinn náði best öðru sæti á Highlands Invitational mótinu um miðjan september og var það besti árangur skólans síðan 2023 en það ár vann skólinn einmitt Ka'anapali Classic mótið.
Við óskum Veigari góðs gengis og hlökkum til að fylgjast áfram með honum.

Mynd frá vellinum sem Veigar spilar á í Hawaii.