Vatnsbrunnur Nunna Konn vígður

Í tilefni þess að 100 ár voru liðin síðan Gunnar Konráðsson, eða Nunni Konn, fæddist gáfu afkomendur hans golfvellinum vatnsbrunn sem stendur við 7. braut.

Fjölmargir voru viðstaddir afhendingu brunnsins, og héldu afkomendurnir golfmót í nafni Nunna Konn á svipuðum tíma. Hefðbundni drykkur Nunna var drukkinn í skálanum fyrir athöfn, eða tvöfaldur vodki í bjór. Sá drykkur svíkur sennilega engann.

Golfklúbburinn þakkar fyrir gjöfina.