Vanur Óvanur - Úrslit

Í dag fór fram Vanur Óvanur texas scramble mótið í blíðskapar veðri að Jaðri. Mjög lág skor voru í mótinu miðað við að um vanur óvanur mót sé að ræða, kannski er hluti af því í hversu góðu ástandi völlurinn okkar er í. 33 lið voru skráð til leiks eða 66 kylfingar, sem er frábær þátttaka og framar öllum vonum. Fyrirkomulagið var Texas Scramble höggleikur með forgjöf.

Glæsileg verðlaun voru veitt fyrir 4 efstu sætin og urðu úrslitin eftirfarandi:

1. Samúel Gunnarsson og Eymundur Lúthersson á 58 höggum. Forgjöf: 6. Báðir fengu glæsilega Clicgear kerru frá Marka. 
2. Knoll og Tott. Fylkir Þór Guðmundsson og Snorri Páll Guðbjörnsson á 59 höggum. Forgjöf: 6. Báðir fengu heilsukodda frá Svefn og Heilsu.
3. Viðvaningarnir. Þórir V. Þórisson og Maron Björnsson á 62 höggum. Forgjöf: 9. Báðir fengu 7.500 kr. gjafabréf í Svefn og Heilsu.
4. Blöðruselirnir: Andri Geir Viðarsson og Jón Ingvar Þorsteinsson á 63 höggum. Forgjöf: 6. Báðir fengu 5.000 kr. gjafbréf í Svefn og Heilsu.

Nándarverðlaun:
4. holu: Sigurður U. Sigurðsson 1,48 m. Fékk 5.000 kr. gjafbréf í Svefn og Heilsu.
18. holu:  Guðlaugur Arnarsson 1,52 m. Fékk 5.000 kr. gjafbréf í Svefn og Heilsu.

Besta liðsnafnið:
Double Trouble - Birgitta Guðjónsdóttir og Hafsteinn S. Jakobsson. Fengu dúsin af Spalding kúlum.

Mótsstjórn þakkar kylfingum fyrir þátttöku sínu, styrktaraðilinum Svefn og Heilsu og Marka fyrir verðlaunin og minnir á Sumargleðina sem verður haldin um næstu helgi.