Í morgun hófst tappagötum á ákveðnum flötum, í framhaldi verða þær sandaðar og einnig verður sáð í flatirnar. Gríðarlegt álag hefur verið á vellinum í sumar og er því mikilvægt að létta aðeins á álaginu fyrir haustið og veturinn. Við mikið álag og traffík þjappast jarðvegurinn og gerir grasinu erfitt fyrir og myndast því fljótt pollar á ákveðnum álagssvæðum. Álagssvæði utan flata verða einnig götuð, ásamt brautum.
Á haustin eiga kylfingar það til að hætta að fara eftir "umferðar" reglum og beiðnum svo sem eins og hvítu umferðarlínunum fyrir framan flatir ofl. Við viljum benda kylfingum á að það er mjög mikilvægt að virða þessar reglur áfram þar sem þetta er afar mikilvægt fyrir völlinn að undirbúa sig fyrir haustið og veturinn þar sem það skiptir afar miklu máli að grassvæðin séu í sem besta ástandinu þegar farið er inn í veturinn. Kylfingar eru einnig hvattir til þess að ganga vel frá torfusneplum og laga öll þau boltaför sem sjást á flötunum.
