Vallarmet á Jaðri!

Tumi Hrafn Kúld lék frábærlega í dag, kom í hús á 64 höggum og jafnaði því vallarmet Arons Snæs Júlíussonar frá 2017. Eftir örn á 3. braut fékk Tumi 7 fugla og 2 skolla sem verður að teljast magnaður árangur hjá drengnum sem bætti sig um 15 högg milli hringja. 

Tumi situr í 2. sæti meistaraflokksins þegar einn hringur er eftir, en Lárus Ingi leiðir enn og á fjögur högg á vallarmetshafann. 

Óskum Tuma til hamingju með hringinn!