Vallarframkvæmdir

Vinna hafin aftur við teiga gerð og fleira.

Vinna við endurbætur á teigum hafin aftur eftir hlé - hætta þurfti framkvæmdum sem hófust í byrjun mars vegna mikilla snjóa.

Lokið hefur verið við að flytja efni í undirlag vegna stækkunar á 1. teig - nýr teigur verðu um 200 m2. Stækkunin er aðallega hugsuð fyrir gulan teig. Verið er að ljúka við að flytja efni í undirlag á nýjum teig á 7. braut sem verður um eða yfir 500 m2 að stærð. Þá er búið að móta og stækka 14. teiginn.

Búið er að flytja efni í 13. flötina og í dag hófst svo vinna við að móta lækinn sem kemur fyrir framan flötina.

Nokkrar myndir sem teknar voru í dag eru komnar í myndasafnið - Völlurinn, vallarframkvæmdir 2011