Vallarframkvæmdir

Vinna við endurbætur á teigum.

Vinna er hafin við stækkun á 1. teig - gert er ráð fyrir að nýr teigur verðu um 200 m2. Stækkunin er aðallega hugsuð fyrir gulan teig. Einnig var í gær sandað yfir klaka á 10. braut og settur sandur á flatir til að flýta fyrir bráðnun á klaka þar. Síðan snjóaði nú yfir allt seinnipart í gær en spáin er sunnan átt og rigning þá vonandi losnar um þann klaka sem liggur yfir vellinum.

Síðan er stefnan tekin á vinnu við nýjan teig á 7. braut sem verður um eða yfir 500 m2 að stærð.