Vallarframkvæmdir

Vökvunarkerfið og fleira.

Nú er verið að halda áfram við lagningu vökvunarkerfis við flatir þar sem frá var horfið síðast liðið sumar. Búið er nú í vor að setja við flatir 14. 11 og 18 og verður næst byrjað við 7. flöt.

Ennfremur hafa staðið yfir framkvæmdir við nýja flöt á 15. braut og umhverfi hennar. Markmið er að klára að ganga frá öllum þeim "sárum" sem opnuð voru á síðasta sumri og framkvæmdum við þau lokið sem fyrst.

Mikið starf hefur verið unnið í vor á vinnudegi og fram til dagsins í dag og vill vallarstjóri og vallarnefnd þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg...... Mikil og góð þátttaka var í fyrsta móti vallanefndar í mótaröðinni Vinnufúsir, enn er hægt að skila inn skorkorti á skrifstofu.