Vallareftirlit

Kæru GA félagar og gestir

Undanfarið hefur borið á því að kylfingar skrái sig ekki á teig á kvöldin eða eftir kl 18:00. Við viljum biðja alla þá kylfinga sem spila Jaðarsvöll að skrá sig á golf.is á rástíma. Það auðveldar öllum notendum Jaðarsvallar til muna.

Eins er vallareftirlit í gangi þar sem starfsfólk GA fylgist með að kylfingar hafi gert grein fyrir sér og séu þá virkir félagsmenn GA eða greiði vallargjald. Viljum við því biðja kylfinga að taka vel á móti starfsfólki GA sem er að sinna vallareftirliti. 

 

Starfsfólk GA