Úrslitamótið í mótaröð unglingaráðs GA

Úrslitamótið er sunnudaginn 17. mars og hefst það kl 12.00.

Nú er ljóst hverjir komast áfram í lokamótið í styrktarmótaröð unglingaráðs, 4 efstu úr hverjum flokki keppa til úrslita um sigur í þessari skemmtilegu mótaröð sem staðið hefur yfir í vetur.  

Þeir sem komast áfram og keppa sín á milli um sigurverlaunin eru:  

í unglingaflokki Tumi Hrafn Kúld,  Víðir Steinar Tómasson, Kjartan Atli Ísleifsson og Lárus Ingi Antonsson.  

Í kvennaflokki fara áfram Jónasína Arnbjörnsdóttir, Aðaheiður Guðmundsdóttir, Brynja Herborg Jónsdóttit og Anna Einarsdóttir.  

Í karlaflokki fara áfram þeir Anton Ingi Þorsteinsson, Jason Wright, Þórir V. Þórisson og Þorvaldur Jónsson.

Keppnin í vetur hefur verið mjög spennandi - Úrslitamótið er svo núna sunnudaginn 17 mars og hefst það kl 12.00. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Ef einhver af þeim 4 geta ekki mætt þá mætir sá/sú sem er í 5 sæti og svo koll af kolli.

Vill Unglingaráð þakka öllum þeim sem tekið hafa þátt og þeim fyrirtækjum sem stutt hafa við mótaröðina.

Viljum við hvetja alla til að koma og fylgjast með á sunnudaginn því þetta verður mjög skemmtileg og spennandi keppni.