Úrslitamót Bleika Bikarsins

Úrslitamót Bleika Bikarsins haldið í Borganesi 14. sept.

Bleiki bikarinn mót til styrktar brjóstakrabbameinsrannsóknum var haldið hjá GA nú á sunnudaginn og unnu þær Aðalheiður Guðmundsdóttir og Guðfinna Guðmundsdóttir. Auk þess að vinna mótið hér heima þá unnu þær sér þátttökurétt á lokamóti Bleika bikarsins í Borganesi sem haldið er núna á föstudaginn kemur og er spilað Texas scramble. Óskum við þeim góðs gengis og skemmtunar.