Úrslitaleikur í Púttmótaröð GA annað kvöld

Það verður hart barist annað kvöld þegar úrslitaleikur Púttmótaraðar GA fer fram í Golfhöllinni.

Síðastliðið miðvikudagskvöld voru það Siggi Sam og Eiður sem unnu Lárusi og Köru í annarri undanúrslitarviðureigninni og í hinum leiknum voru það Ingi og Sigþór sem unnu Gullu og Jónas. 

Það verða því Siggi Sam og Eiður sem spila á móti Inga og Sigþóri. Hefst rimman klukkan 20:00 og hvetjum við áhugasama til að kíkja í höllina og fylgjast með. Einnig minnum við á tilboð á Ping og Titleist pokum í Golfhöllinni og mátun á GA fatnaði. Það er nóg um að vera í Golfhöllinni þessa dagana :)

Einnig verður keppt um þriðja sætið í kvöld en þar eigast við Lárus og Kara á móti Gullu og Jónasi.