Úrslit úr undankeppni Meistaramótsins í betri bolta

Í dag var spilað flott nýtt betri bolta mót hér á Jaðri í sólinni. Mótið var undankeppni fyrir Íslandsmótið í betri bolta og komust 5 efstu liðin í dag áfram í lokamótið. Feðgarnir Viðar og Gestur sigruðu mótið, spiluðu frábært golf í dag og luku leik á 46 punktum. 

Eins og einhverjir höfðu tekið eftir var forgjöfin hjá nokkrum kylfingum ekki alveg rétt inná GolfBox, og hafði vitlaus forgjöf áhrif á 4 lið í mótinu, en breytti sem betur fer engu varðandi lokastöðuna. Eftir samræður við GSÍ í dag er málið komið til GolfBox í Evrópu, en þangað til það verður leyst munu úrslitin á GolfBox ekki vera alveg rétt. Hér að neðan eru hins vegar rétt og uppfærð úrslit úr mótinu. Verðlaunahafar geta sótt verðlaunin sín upp á skrifstofu hér á Jaðri. Þökkum kylfingum fyrir þátttökuna og vonumst til að sjá fleiri í þessu flotta móti á næsta ári. 

ÚRSLIT

1. Viðar Valdimarsson og Gestur Valdimar Hólm Freysson - 46 punktar

2. Eygló Birgisdóttir og Hjörtur Sigurðsson - 43 punktar(betri seinni)

3. Birgitta Guðjónsdóttir og Hafsteinn S Jakobsson - 43 punktar

4. Anton Ingi Þorsteinsson og Konráð Vestmann Þorsteinsson - 42 punktar(betri seinni)

5. Jason James Wright og Brynja Herborg Jónsdóttir - 42 punktar