Úrslit úr Þriðjudagsmótum GA og Greifans 14&15

Þá er Þriðjudagsmótum GA og Greifans lokið þetta sumarið.

Alls voru 15 mót haldin í sumar og þökkum við Greifanum kærlega fyrir samstarfið og aðstoðina með mótin. 

Í 14. mótinu var aðeins Valmar Valduri sem kláraði 18 holur og vann hann því bæði höggleikinn og punktakeppnina.

Úrslit úr móti 15 voru eftirfarandi:
Höggleikur:
1.sæti: Ólafur Auðunn Gylfason 76 högg
2.sæti: Anton Ingi Þorsteinsson 77 högg
3.sæti: Sturla Höskuldsson 82 högg

Punktakeppni:
1.sæti: Anton Ingi Þorsteinsson 37 punktar
2.sæti: Ólafur Auðunn Gylfason 34 punktar
3.sæti: Magnús Finnsson 31 punktur

Kylfingar sem unnið hafa til verðlauna í sumar hafa til 15. september til að nálgast verðlaunin sín, eftir það renna þau til Barna- og unglinganefndar GA.

Við hjá GA þökkum fyrir þátttökuna í sumar og vonumst eftir enn betri þátttöku á næsta ári.