Úrslit úr sveitakeppnum unglinga

Í vikunni spiluðu fjórar sveitir GA unglinga í sveitakeppnum 15- og 18 ára og yngri. Eftir næstsíðasta keppnisdag var ljóst að þrjár sveitir ættu möguleika á að komast alla leið í úrslitaleikinn. Því miður komst engin sveit GA svo langt en krakkarnir stóðu sig þó allir vel og náðu góðum árangri.

Drengjasveit 15 ára og yngri tapaði seinustu tveimur leikjum sínum með minnsta mun, og endaði sveitin því í 4. sæti mótsins. 

Blönduð sveit GA í 15 ára og yngri sigraði GM 2-1 í lokaleik sínum og hafnaði í 13. sæti.

Stúlknasveit GA 15 ára og yngri tapaði gegn GR 0-3 í leik um sæti í úrslitunum. Þær létu það þó ekki á sig fá og sigruðu GM í leiknum um bronsið. Flottur árangur hjá þeim!

Strákar 18 ára og yngri töpuðu gegn GM og GKG, sem skilaði þeim 4. sæti.