Úrslit úr sunnudagspúttmóti A4

Helstu úrslit úr púttmóti helgarinnar.

Keppt var í karla- kvenna og unglingaflokku. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir flesta ása og ein verðlaun fyrir góða nýtingu á vellinum.

Í unglingaflokki sigraði Lárus Ingi Antonsson hann var með 30 pútt, í 2. sæti var Fannar Már Jóhannsson á 31 pútti og Kristján Benedikt í 3. sæti með 32 pútt.

Í kvennaflokki sigraði Jónína Ketilsdóttir með 33 pútt, í 2 sæti var María Pétursdóttir með 34 pútt og í 3. sæti með 35 pútt var Aðalheiður Guðmundsdóttir.

Í karlaflokki sigraði Anton Ingi Þorsteinsson hann púttaði 32 sinnum, í 2. sæti var Stefán M. Jónsson með 33 pútt og ennfremur með 33 pútt voru þeir Sigmundur Ófeigsson og Sigurður Samúelsson þegar talið var til baka hafði Sigmundur betur í 3. sætið.

Kristján Benedikt var með 7 ása og Fyrir góða nýtingu fékk Jón Hansen sérstök verðlaun.

Óskum við öllum keppendum fyrir þátttökuna og sigurvegurum til hamingju með sín verðlaun og A4 fyrir stuðninginn.

Næsta púttmót verður sunnudaginn 9. desember, nánar auglýst síðar.