Úrslit úr Styrktarmóti handknattleiksdeildar KA

Styrktarmót Handknattleiksdeildar KA fór fram í dag í góðu veðri. Frábær þáttaka var í mótið en alls hófu 136 keppendur eða 68 lið leik og fullt var í mótið. Glæsileg tilþrif mátti sjá á vellinum en leikið var með texas scramble fyrirkomulagi með forgjöf en það voru þeir Aron Elí Gíslason & Daníel Hafsteinsson sem sigruðu höggleikinn á flottum 59 höggum!

Glæsileg verðlaun voru í boði en veitt voru verðlaun fyrir efstu fimm sætin, næst holu á öllum par 3 holunum ásamt því að veitt var verðlaun fyrir lengsta drive á 3. braut.

Við þökkum fyrir góða þátttöku í mótinu og fyrir að styrkja okkar fólk í handboltanum hjá KA.

Alla verðlaunahafa má sjá hér að neðan en verðlaunahafar geta nálgast verðlaunin sín á skrifstofu GA.

 

Úrslit:

1. sæti – Aron Elí Gíslason & Daníel Hafsteinsson (59 högg)

2. sæti – Siguróli Magni Sigurðsson & Elfar Halldórsson (59 högg)

3. sæti – Valdimar Þengilsson & Þorvaldur Óli Ragnarsson (60 högg)

4. sæti – Einar Rafn Eiðsson & Arnar Freyr Ársælsson (60 högg)

5. sæti – Finnur Bessi Sigurðsson & Heiðar Kató Finnsson (60 högg)

 

Nándarverðlaun:

4. hola – Hjörtur Sig – 1,97 m

8. hola – Guðmundur Ómar – 3,84 m

11. hola – Anton Benjamín – 10 cm

14. hola – Einar Rafn - 5,17 m

18. hola – Gústaf Þórarinsson – 55 cm

 

Lengsta Drive:

Axel James Wright