Úrslit úr Pengs Open

Fyrsta opna mót sumarsins fór fram á Jaðri í dag.  Var það Pengs open sem leikið var með Texas scramble fyrirkomulagi.

Það rigndi aðeins á keppendur fyrst í morgun en svo skall á með brakandi blíðu þegar leið á morguninn og allir glaðir :)

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:

1. sæti . Kristján Benedikt og Víðir Tómas, 61 högg nettó.

2. sæti. Friðrik Gunnarsson og Andrei Geir Viðarsson. 63 högg nettó (betri á seinni níu)

3. sæti. Skúli Eyjólfs og Steindór Kr. Ragnarsson, 63 högg nettó.

4. sæti.  Kjartan Fossberg og Arnar Oddsson, 64 högg nettó. (betri á seinni níu)

5. sæti. Þorsteinn Konráðsson og Örn Sölvi Halldórsson, 64 högg nettó.

 

Næstur holu á 4 .braut.  Aðalsteinn Leifsson, 1,41 m.

Næstur holu á 6. braut. Kjartan Sigurðsson, 7,19 m.

Næstur holu á 11. braut. Þórhallur Pálsson, 2,77 m.

Næstur holu á 14. braut. Konráð Vestmann, 1,36 m.

Næstur holu á 18. braut. Skúli "sleggja" Eyjólfsson, 1,24 m.

Lengsta upphafshögg á 15. braut, Ingvar Karl Hermannsson.

 

Útdráttarverðlaun hlutu eftirtaldir.

Njáll Harðarson og Sigþór Harðarson

Hallur Guðmundsson og Lárus Ingi Antonsson

Valdemar Örn Valsson og Finnur Helgason

Ágúst Ingi Axelsson og Bjarni Freyr Guðmundsson

Soffía Jakobsdóttir og María Pétursdóttir.

Óskum við vinningshöfum kærlega til hamingju með árangur dagsins.  

Hægt er að vitja vinningana á skrifstofu GA frá og með næstkomandi mánudegi.

Einnig þökkum við Peng kærlega fyrir hans aðkomu að þessu flotta móti.

 

Vinsamlegast athugið að úrslitin eins og þau koma fram á golf.is is er ekki alveg rétt.