Úrslit úr Opnunarmóti Jaðarsvallar

Opnunarmót Jaðars var haldið í dag við fínar aðstæður og gott veður fyrir kylfingana okkar. Um 70 keppendur voru skráðir í mótið í dag og var mikil keppni um verðlaunasætin, en 9 kylfingar lækkuðu sig í forgjöf. Það voru ungu piltarnir Lárus Ingi og Atli Þór sem sigruðu hvorn flokkinn fyrir sig og óskum við þeim til hamingju með sigurinn.

 

Allir verðlaunahafar geta sótt verðlaunin sín á skrifstofu GA í vikunni.

 

Höggleikur

 

Lárus Ingi Antonsson - 74 högg

Tumi Hrafn Kúld - 75 högg

Jón Gunnar Traustason - 75 högg

 

Punktakeppni

 

Atli Þór Sigtryggsson - 41 punktur

Þorsteinn Ingi Konráðsson - 40 punktar

Guðrún Sigríður Steinsdóttir - 40 punktar

 

Næst holu

 

4. hola - Einar Hólmsteinsson 3.11m

8. hola - Víðir Steinar 2.20m

11. hola - Maggi Finns 1.26m

14. hola - Doddi Konn 2.13m

18. hola - Arnar Guðmundsson 3.22m