Úrslit úr Opnunarmóti GA og Striksins

Þökkum Strikinu fyrir stuðninginn
Þökkum Strikinu fyrir stuðninginn

Veðrið var svo sannarlega til fyrirmyndar í dag á Opnunarmóti GA og Striksins. Golfið var upp og niður eins og gengur og gerist en voru flestir kylfingar með bros á vör þegar skorkortum var skilað.

Úrslitin voru sem hér segir:

Punktakeppni konur:

1.sæti: Linda Hrönn Benediktsdóttir, 31 punktur

2. sæti: Sólveig Sigurjónsdóttir, 25 punktar

3. sæti:  Guðrún Karítas Garðarsdóttir, 23 punktar

Punktakeppni karlar:

1.sæti: Konráð Þór Sigurðsson, 40 punktar

2. sæti:  Arnar Freyr Jónsson, 36 punktar – 17 á seinni 9

3. sæti: Orri Björn Stefánsson, 36 punktar – 16 á seinni 9

Höggleikur:

1.sæti: Mikael Máni Sigurðsson, 80 högg

Nándarverðlaun:

4.hola: Böðvar Þórir Kristjánsson 1,51 meter

11. hola: Birgir Ingvason 3,70 metrar

18. hola: Agnar Daði Kristjánsson 3,06

Verðlaunin má nálgast á skrifstofu GA til 18 í dag og alla næstu daga.