Úrslit úr opnunar púttmóti GA

Góð þátttaka og stemming í félögunum.

Hér koma helstu úrslit úr opnunarmóti sem haldið var í Golfhöllinni í gær sunnudag.

Besta skor unglinga átti Víðir Steinar Tómasson 30 högg. Besta skor kvenna Auður Dúasóttir 34 högg

Flesta ása fengu þeir Anton Ingi Þorsteinsson og Víðir Steinar Tómasson og háðu þeir bráðabana um verðlaunin og vann Anton var 3 undir eftir 6 holur.

Í opna flokknum sigraði Anton Ingi Þorsteinsson á 31 höggi í 2. sæti einnig á 31 höggi var Kjartan Atli Ísleifsson, í 3. sæti var Lárus Ingi Antonsson á 32 höggum og í 4. sæti var Gunnar Ragnars líka á 32 höggum og í 5. sæti var Þórir V. Þórisson á 33 höggum.

Allir verðlaunahafar fengu gjafabréf á Bautann/La Vita e Bella.