Úrslit úr Opna FootJoy og Titleist mótinu

Opna FootJoy og Titleist mótið var haldið á laugardaginn síðasta við frábærar aðstæður á Jaðarsvelli og voru 126 þátttakendur skráðir til leiks. Skorið var flott og voru kylfingar mjög ánægðir með mótið.

Íslandsmeistarinn í golfi, Bjarki Pétursson, var á meðal þátttakenda og vann hann höggleikinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari, Bjarki spilaði seinni 9 holurnar á 29 höggum. Andrea Ýr Ásmundsdóttir vann höggleik kvenna nokkuð sannfærandi eða á 73 höggum. Úrslitin í mótinu voru eftirfarandi: 

Punktakeppni konur:
1.sæti: Guðrún Karítas Finnsdóttir 44 punktar
2.sæti: Hrefna Magnúsdóttir 41 punktur
3.sæti: Hrefna Svanlaugsdóttir 39 punktar

Punktakeppni karlar:
1.sæti: Ásgeir Andri Adamsson 42 punktar
2.sæti: Árni Gunnar Ingólfsson 40 punktar (betri seinni 9)
3.sæti: Aðalsteinn Helgason 40 punktar

Höggleikur karlar:
1.sæti: Bjarki Pétursson 67 högg

Höggleikur konur: 
1.sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir 73 högg

Nándarverðlaun:
4. hola: Birgir Viktor Hannesson 2,7 m
8. hola: Jón Ingi Sigurðsson 2,13 m
11. hola: Veigar Heiðarsson 93 cm
14. hola: Brynja Herborg 1,7 m
18. hola: Elva Pétursdóttir 1,44 m

Lengsta drive:
15. hola: Skúli Gunnar Ágústsson

Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GA á milli 8-16 alla virka daga. Ef það hentar ekki eruð þið beðin um að hafa samband við jonheidar@gagolf.is Við þökkum ÍSAM kærlega fyrir samstarfið á mótinu og þökkum kylfingum kærlega fyrir þátttökuna.