Úrslit úr Íslandsmótinu í golfi

Rétt í þessu lauk Íslandsmótinu í golfi 2021. Það voru þau Aron Snær Júlíusson og Hulda Clara Gestsdóttir sem stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins eftir frábæra spilamennsku. Bæði léku þau frábærlega og lönduðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik.

Baráttan um 2. og 3. sæti í karla- og kvennaflokki var mjög spennandi og kom það niður á síðustu flötinni hvernig sú barátta myndi enda. Hér má sjá öll úrslit úr mótinu, en myndir af verðlaunahöfum koma inn seinna í kvöld eftir verðlaunaafhendingu. 

 

Karlar:

1. Aron Snær Júlíusson GKG 278 (-6)

2. Jóhannes Guðmundsson GR 282 högg (-2)

3. Lárus Ingi Antonsson GA 283 högg (-1)

3. Tumi Hrafn Kúld GA 283 högg (-1)

3. Birgir Björn Magnússon GK 283 högg(-1)

3. Hlynur Bergsson GKG 283 högg (-1)

 

Konur:

1. Hulda Clara Gestsdóttir GKG 286 högg (+2)

2. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 293 högg (+9)

3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 304 högg (+20)

3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 304 högg (+20)

3. Berglind Björnsdóttir GR 304 högg (+20)