Úrslit úr Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmóti golfklúbba lauk í dag með skemmtilegum leik GA og Jökuls.
GA endaði í neðri riðli mótsins eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum, og lék sveitin því um 5-8. sæti mótsins. Þegar þangað var komið settu strákarnir í fimmta gír og sigruðu sveitir GS og GL örugglega í gær, 5-0 og 4-1. Með því tryggðu þeir sæti sitt í efstu deild á næsta ári, og stóluðu á sigur gegn Jökli til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. 

GA 4 - 1 Jökull

Lárus Ingi og Óskar Páll sigra 1/0
Tumi Kúld og Örvar sigra 3/2
Mikael Máni sigrar 1/0
Eyþór Hrafnar sigrar 6/5
Ævarr Freyr tapar 3/1

 

5. sætið staðreynd sem er ágætis árangur eftir erfiða byrjun gegn sterkum sveitum GKG og GK. Strákarnir sýndu sannarlega að þeir eiga heima með þeim bestu á landinu. Menn mótsins voru þó klárlega ungu kylfingarnir Lárus Ingi og Óskar Páll, sem fóru ósigraðir í gegnum allt mótið og sýndu frábæra takta saman sem foursome teymi. Allir stóðu sig þó vel og verður gaman að fylgjast með þessari sveit halda áfram að bæta sig á komandi árum.