Úrslit úr ICEWEAR bombunni

Hin árlega ICEWEAR bomba var haldin í dag, en metþátttaka var í mótið. Tæplega 200 kylfingar hófu leik og spiluðu í þessu frábæra Texas Scramble móti sem þýðir að mótið í ár sé það stærsta frá upphafi.

Mikið var um flott skor enda töluvert af kylfingum að spila sem munu spila í Íslandsmótinu um næstu helgi. Þær Brynja Sigurðardóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir sigruðu mótið á 11 höggum undir pari og á eftir þeim komu hvorki meira né minna en 7 lið á 9 höggum undir pari. Gífurlega jafnt mót og líklega margir svekktir að hafa ekki náð þessu eina höggi sem þurfti fyrir 2. sætið. Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín í golfskálanum. 

 

Punktakeppni:

1. sæti Brynja Sigurðardóttir og Sara Sigurbjörnsdóttir 60 högg(-11)

2. sæti Unnar Þór Axelsson og Axel Reynisson 62 högg(-9)

3. sæti Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson 62 högg(-9)

4. sæti Ragnar Orri Jónsson og Kristófer Magni Magnússon 62 högg(-9)

5. sæti Helga Signý Pálsdóttir og Böðvar Bragi Pálsson 62 högg(-9)

 

Næst holu:

4. hola Ragnar Már Garðarsson 2.07m

8. hola Kristófer Karl Karlsson 1.99m

11. hola Skúli Gunnar Ágústsson 1.50m

14. hola Viktor Sveinsson 75cm

18. hola Ágúst Ingi Axelsson 36cm

 

Lengsta drive:

Kristófer Karl Karlsson