Úrslit úr Hjóna- og parakeppni Golfkskálans og GA

Á laugardagskvöldinu síðasta lauk Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA formlega með frábæru lokahófi þar sem allir keppendur skemmtu sér konunglega, borðuðu góðan mat frá Jaðar Bistro og nutu félagsskapar hvors annars langt fram eftir nóttu. 

Mótið gekk frábærlega í ár, veðurguðirnir blessuðu okkur með frábæru veðri og voru keppendur afar glaðir með mótið í heild sinni.

Á laugardagskvöldinu mætti Villi Vandræðaskáld og skemmti lýðnum eins og honum einum er lagið og hlátrasköllin ómuðu um allan völl úr skálanum. Friðjón hjá Jaðar Bistro kokkaði stórgóða máltíð ofan í liðið og var gleðin mikil.

Það fór svo að það voru þau Jón Georg Ragnarsson og Maríanna Garðarsdóttir sem fóru með sigur úr býtum á samtals 128 höggum eða 14 höggum undir pari, við óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju. Hér að neðan má sjá alla verðlaunahafa úr mótinu. Við i viljum þakka Golfskálanum kærlega fyrir mótið og öllum keppendum og erum strax farin að undirbúa næsta mót og hlökkum mikið til.

Nándarverðlaun:
Föstudagur - 
4. hola: Jón Þór Gunnarsson 2,79m
8. hola: Magnús Andrésson 30cm
11. hola: Rósa Guðmundsdóttir 1,92m
14. hola: Kristján Möller 1,64m
18. hola: Gunnlaugur Kári Guðmundsson  60,5cm
Lengsta drive konur: Sigrún Edda Jónsdóttir
Lengsta drive karlar: Jón Þór Gunnarsson
Laugardagur - 
4. hola: Óskar Jensson 1,94m
8. hola: Laufey Kristinsdóttir 2,57m
11. hola: Óskar B Ingason og Vigfús Ingi Hauksson 2,08m
14. hola: Gunnlaugur Kári Guðmundsson 4,01m,
18. hola: Hildur Harðardóttir 72cm
10. hola í tveimur höggum: Egill Þór Sigurðsson 1,27m
Verðlaunasæti:
1.sæti: Jón Georg Ragnarsson og Maríanna Garðarsdóttir 128 högg
2.sæti: Anna María Sigurðardóttir og Guðjón Steinarsson 130 högg
3.sæti: Dóra Ingólfsdóttir og Svavar Gísli Ingvason 130 högg
4.sæti: Linda Hrönn Benediktsdóttir og Stefán Bjarni Gunnlaugsson 131 högg
5.sæti: Guðrún R. Kristjánsdóttir og Ómar R. Ragnarsson 132 högg
6.sæti: Arnar Páll Guðmundsson og Einrún Ósk Magnúsdóttir 132 högg
7.sæti: Jón Þór Gunnarsson og Birgitta Guðmundsdóttir 132 högg
8.sæti: Jón Gunnarsson og Þórunn Einarsdóttir 133 högg