Úrslit úr Haustmóti GA

Það var stemming á Jaðarsvelli í gær, sunnudag, á Haustmóti GA þar sem 70 kylfingar gerðu sér glaðan dag og tóku þátt í mótinu í haustblíðunni.

Skorið var gott hjá keppendum og náðu sex kylfingar að lækka sig í forgjöf og besta skorið var 69 hjá Heiðari Davíð golfkennara GA.

Úrslit voru sem hér segir:
Punktakeppni
1.sæti: Sigurður Magnússon 41 punktur
2.sæti: Elvar Jónsteinsson 39 punktar betri seinni 9 
3.sæti: Sigurður Jörgen 39 punktar 
Höggleikur
1.sæti: Heiðar Davíð Bragason 69 högg
2.sæti: Lárus Ingi Antonsson 71 högg
3.sæti: Ólafur Auðunn Gylfason 73 högg 

Nándarverðlaun:
4. hola - Heiðar Davíð 49 cm
11. hola - Heiðar Davíð 150 cm
18. hola - Ólafur Sveinsson 138 cm

Verðlaun er hægt að nálgast á skrifstofu GA á milli 8-16 alla virka daga.

Við þökkum kylfingum kærlega fyrir þátttökuna og vonum að þetta hafi ekki verið síðasta mót haustsins :)