Úrslit úr fyrsta púttmóti vetrarins

Mjög góð þátttaka var í fyrsta púttmóti vetrarins

Helstu úrslit Í unglingafklokki sigraði Stefán Einar Sigmundsson en hann spilaði einungis á 30 höggum, í 2 sæti var Kjartan Atli Ísleifsson á 31 höggi og í 3.sæti var Aðalsteinn Leifsson einnig á 31 höggi Stefán Einar var með flesta ása í unglingaflokki eða 7 talsins, Aðalsteinn með 6 ása og Kjartan með 5.

Í kvennaflokki sigraði María Pétursdóttir hún spilaði á 31 höggi og vann jafnframt líka ásaverðlaun kvenna var með 7 ása. Í 2. sæti var Jónína Ketilsdóttir á 33 höggum og í 3. sæti Auður Dúadóttir einnig á 33 höggum.

Í karlaflokki sigraði Árni Ingólfsson hann lék á 30 höggum og vann líka ása verðlaun karla var með 6 ása. Í 2. sæti var Sigþór Haraldsson á 31 höggi. Það voru 4 jafnir á 32 höggum og þegar talið var til baka þá var það Gunnar Sólnes sem fékk 3. sætið.

Þeir sem ekki voru við verðlaunaafhendingu geta nálgast verðlaun sín í Golfhöllinni

Þökkum við öllum keppendum og styrktaraðilum fyrir gott mót.

Næsta mót verður sunnudaginn 25. nóvember.

Minnum á Ryderinn sem byrjar á morgun