Úrslit úr Forever kvennamótinu

Kvennamót Forever fór fram í dag í frábæru veðri og aðstæðum hér á Jaðri. Fínasta skráning var í mótið og vegleg verðlaun í boði fyrir keppendur mótsins. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor í höggleik, efstu 6 sætin í punktakeppni, næst holu á öllum par 3 og lengsta drive á 6. holu. Eftir að leik lauk bauð Forever keppendum upp á að smakka vörur sínar, og dregið var úr skorkortum fyrir aukavinninga.

Það var hún Stefanía Elsa sem tók höggleikinn á 78 höggum, heilum 9 á undan næsta keppanda. Í punktakeppninni var það Indíana Auður úr GHD sem bar sigur úr býtum með hring upp á 38 punkta. Flottir hringir hjá þeim stöllum. 

Þökkum öllum sem mættu og Forever fyrir að hjálpast að við að gera þetta mót eins flott og það var, og vonumst til að sjá ennþá fleiri konur skráðar á næsta ári. 

 

Úrslit:

 

Höggleikur:

Stefanía Elsa Jónsdóttir – 78 högg

 

Punktakeppni:

  1. Sæti - Indíana Auður Ólafsdóttir 38 punktar
  2. Sæti – Guðrún Sigríður Steinsdóttir 37 punktar
  3. Sæti – Linda Hrönn Benediktsdóttir 36 punktar(betri seinni)
  4. Sæti – Marsibil Sigurðardóttir 36 punktar
  5. Sæti – Þórunn Anna Haraldsdóttir 35 punktar(betri seinni)
  6. Sæti – Unnur Elva Hallsdóttir 33 punktar(bestu seinni)

 

Næst Holu:

4. hola – Jónasína 5,10m

8. hola – Álfheiður Atladóttir 6,10m

11. hola – Jakobína Áskels 5,14m

14. hola – Linda 1,74m

18. hola – Hlín Torfa 2,38m

 

Lengsta drive:

Unnur Halls