Úrslit úr Cutter & Buck Open

Hið splunkunýja en þrælskemmtilega Cutter & Buck Open fór fram í fyrsta skiptið í dag. Spilað var texas scramble höggleikur með forgjöf og tóku 34 lið/68 kylfingar þátt. Veðurspáin leit ekki vel út fyrir mótið en það rættist úr henni, þrátt fyrir rigningu inná milli hélst vindurinn niðri sem hjálpaði keppendum

Það voru þeir Magnús Finnsson og Anton Ingi Þorsteinsson sem rúlluðu þessu móti upp en þeir spiluðu á 58 höggum með forgjöf. Gríðarlega flottur hringur hjá þeim félögum og ekki er það oft sem að svona lágt skor sést þótt að um sé að ræða texas mót. Við óskum þeim og öllum öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju en hér að neðan má einmitt sjá alla verðlaunahafa:

Vinningshafar geta sótt verðlaunin sín á skrifstofu Golfklúbbs Akureyrar frá og með 26. Júlí til 10. Ágúst.

Höggleikur með forgjöf:

1. Sæti - 58 högg - Anton Ingi Þorsteinsson og Magnús Finnsson

2. Sæti - 62 högg - Geir Kristinn Aðalsteinsson og John Júlíus Cariglia

3. Sæti - 63 högg - Valur Snær Guðmundsson og Guðmundur Halldór Halldórsson

4. Sæti - 64 högg - Ragnar Orri Jónsson og Kristófer Magni Magnússon

5. Sæti - 65 högg (Betri á seinni 9) - Patrik Róbertsson og Starkaður Sigurðarson

Nándarverðlaun:

4. Hola - Sigurður Sveinn Alfreðsson  I  1,19 m

8. Hola - Andri Már Mikaelsson  I  1,16 m

11. Hola - Geir Kristinn Aðalsteinsson  I  1,90 m

14. Hola - Magnús Finnsson  I  59 cm

18. Hola - Sigríður Guðmundsdóttir  I  1,36 m

Takk kærlega allir fyrir þátttökuna í þessu frábæra móti!