Úrslit úr Akureyrarmóti

Akureyrarmótið í golfi kláraðist núna í kvöld og verða Akureyrarmeistarar sinna flokka krýndir bráðlega. Um 130 keppendur voru skráðir í mótið sem er aukning frá síðustu árum og gaman að sjá.

Mikil gleði og fullt af flottum skorum sáust á þessu skemmtilega móti síðastliðna daga. Vallarmet, hola í höggi, miklar lækkanir og nýjir Akureyrarmeistarar sáust og þökkum við öllum kærlega fyrir þátttökuna. 

Öll úrslit má sjá hér, en myndir frá lokahófi bætast við á morgun.