Úrslit úr 8 liða úrslitum

Það var stemming í húsinu og hart barist þegar átta liða úrslit fóru fram í Púttmótaraðar GA á miðvikudagskvöldið síðasta.

Siggi Sam og Eiður unnu Anton Inga og Eydísi sem komu inn fyrir Veigar og Heiðar sem komust ekki. 
Gulla og Jónas unnu Önnu og Ara, sannkölluð hjónarimma þar sem hart var barist.
Ingi og Sigþór sigruðu Halla og Stebba 
Lárus og Kara unnu Badda og Ómar, ungu krakkarnir ferskir og tilbúnir í undanúrslitin.

Undanúrslitin fara fram 13. mars enn þar mætast:
Siggi&Eiður vs. Lárus og Kara.
Gulla og Jónas vs. Ingi og Sigþór.