Úrslit úr 3. haustpúttmóti GA

Hér koma helstu úrslit úr púttmóti helgarinnar.

Í unglingaflokki sigraði Lárus Ingi Antonsson hann pútttaði 27 sinnum eða 9 undir pari, í 2. sæti var Daníel Hafsteinsson með 28 pútt og í 3. sæti var Ævarr Freyr Birgisson með 29 pútt.

Í kvennaflokki sigraði Stefanía Kristín Valgeirsdóttir en hún var með 30 pútt 6 undir pari, í 2 sæti var Anna Einarsdóttir með 32 pútt og Auður Dúadóttir varð í 3 sæti með 33 pútt.

Í karlaflokka sigraði Eiður Stefánsson með 28 pútt, 8 undir pari, í 2. sæti var Anton Ingi Þorsteinsson með 29 pútt og Ólafur Gylfason golfkennari var í því 3. líka með 29 pútt.

Mjög góð þátttaka var í mótinu og voru verðlaunahafar leystir út með gjafabréfum frá Múrbúðinni, A4 og Emmessís.