Úrslit úr 1. púttmóti unglingaráðs GA

Mót þessi eru til styrktar unglingaráði GA. Fyrstu sigurvegarar eru Kristján Benedikt Sveinsson í unglingaflokki, Auður Dúadóttir í kvennaflokki og Þórir V. Þórisson í karlaflokki. Báðir sigurvegarar í eldri flokkum urðu jafnir öðrum og þurfti að telja til baka hver yrði efstur.

Þátttaka hefði mátt vera betri en það er nóg eftir af mótum í þessari mótaröð, alls verða þau 8 og 6 bestu telja. Mótin verða næstu 7 sunnudaga.   Öll úrslit má finna á unglingasíðu GA.