Úrslit úr Höldur-KIA Open

Eftir góða 2 daga er Höldur-KIA mótinu lokið. Skorin í dag voru lakari en í gær sem bauð uppá gífurlega spennu hjá efstu sætunum.
Það voru þau Þórhallur Pálsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir sem tóku fyrsta sætið eftir mjög öfluga hringi í dag sem skilaði þeim 44 punktum. Ótrúleg úrslit urðu svo þegar þurfti að verpa hlutkesti til að úrskurða hvaða lið yrði í 3. sæti mótsins. Þá voru liðin í 3-4. sæti jöfn á seinni hring mótsins, seinni 9 holunum, síðustu 6, síðustu 3, síðustu 2 og einnig á 18. braut. Því þurfti málið að vera leyst af hætti gamla skólans, og tíkall var rifinn upp.
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir frábært mót hjá vinum okkar í Höldur. 

 

Öll úrslit:

  1. Sæti Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Þórhallur Pálsson – 86 punktar
  2. Sæti Jón Birgir Guðmundsson og Jón Jósafat Björnsson – 86 punktar
  3. Sæti Víðir Steinar Tómasson og Örvar Samúelsson – 85 punktar
  4. Sæti Steindór Kr. Ragnarsson og Skúli Eyjólfsson – 85 punktar
  5. Sæti Ragnar Orri Jónsson og Jón Steindór Árnason – 84 punktar

Aukaverðlaun:

Föstudagur:

Næst holu 4. hola – Árný Lilja 2.04m
Næstur holu 11. hola – Sturla Höskuldsson 60cm
Næstur holu 18. hola – Kristján Örnólfsson 31cm
Lengsta drive 15. hola – Jón Viðar Þ.

Laugardagur:

Næstur holu 4. hola – Arnar Árnason 1.65m
Næstur holu 11. hola – Ragnar Orri Jónsson 1.55m
Næstur holu 18. hola – Jón Jósafat 92cm
Lengsta drive 15. hola – Anna Jódís