Úrslit og fréttir úr herramóti Rub23

Hið árlega herramót Rub23 var haldið hátíðlegt í gær, þar sem 100 kylfingar fóru út á sama tíma og nutu kvöldþokunnar. 

 

Þrátt fyrir að veðrið hafi kannski ekki leikið við kylfingana, var það ekkert að trufla hann Víði Steinar sem lék á 67 höggum, eða 4 undir pari vallarins, og valtaði með því yfir höggleikinn. Víðir spilaði í kjólfötum af afa sínum með einstaklega flottan pípuhatt, sem reiknað er með að verði staðalbúnaður Víðis í golfinu eftir þenna flotta hring. Á eftir Víði voru það þeir Eyþór Hrafnar og Tumi Kúld sem deildu með sér 2. og 3. sætinu á 75 höggum. 

 

Hefð er fyrir að flestir mæti einstaklega snyrtilegir til fara í herramótið, og var mótið í ár engin undantekning á því. Mikið af frábærum klæðnaði sást í gær, og ekki nema von þar sem til mikils var að vinna, en best klæddi kylfingurinn fór heim með 50.000kr gjafabréf á Rub23 og bikar. Það var hann Tumi Kúld sem tók verðlaunin í skemmtilegum klæðum með skosku ívafi, en mynd af honum verður bætt við í fréttina bráðlega.

 

Höggleikur:

1. Víðir Steinar Tómasson - 67

2. Eyþór Hrafnar Ketilsson - 75

3. Tumi Hrafn Kúld - 75

 

Punktar:

1. Þormóður Kristján Aðalbjörnsson - 37 punktar 

2. Magnús Finsson - 37 punktar 

3. Ágúst Ingi Axelsson - 37 punktar

 

Nándarverðlaun:

8. Hola Eiður Stefánsson - 2.47m

11. Hola Garðar Þormar - 1.13m

14. Hola Böðvar 2.5m

18. Hola Vigfús Ingi 0.71m