Úrslit í sveitakeppni GSÍ

Í gær lauk Sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla sem fram fór á Akureyri.

GKG sigraði GR í úrslitaleik. GKJ varð í 3. sæti og Keilir í því fjórða.

Lokastaðan í 1. deild karla í Sveitakeppni GSÍ 2009:
1 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
2 Golfklúbbur Reykjavíkur
3 Golfklúbburinn Kjölur
4 Golfklúbburinn Keilir
5 Golfklúbbur Suðurnesja
6 Golfklúbbur Vestmannaeyja
7 Golfklúbbur Akureyrar
8 Golfklúbburinn Leynir

GA og Leynir spila því í 2. deild að ári.

Kvennasveit GA spilar áfram í 1. deild að ári þar sem þær lentu í 6. sæti nú um helgina á Akranesi

Lokastaðan í 1. deild kvenna í Sveitakeppni GSÍ 2009:
1 Keilir
2 Golfklúbbur Reykjavíkur
3 Golfklúbburinn Kjölur
4 Golfklúbburinn Oddur
5 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
6 Golfklúbbur Akureyrar
7 Nesklúbburinn
8 Golfklúbbur Patreksfjarðar