Úrslit í Sumargleði EJS, Vífilfells & Domino´s

Sumargleði EJS, Vífilfells & Domino´s - fyrsta mót sumarsins.

Stúlkur 18 ára og yngri, punktakeppni með forgjöf:

1. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 36 punktar

2. Petrea Jónasdóttir 28 punktar

3. Stefanía Elsa Jónsdóttir 26 punktum

 

Drengir 18 ára og yngri, punktakeppni með forgjöf:

1. Tumi Hrafn Kúld með 28 punkta, með betri á seinni 9. 14 punktar á seinni

2. Ævarr Freyr Birgisson 28, punktar, 13 punktar á seinni

3. Björn Auðunn Ólafsson 24 punktar

 

Konur, punktakeppni með forgjöf:

1. Leanne Carol Legett 36 punktar

2. Halla Berglind Arnarsdóttir 30 punktar

3. Guðlaug María Óskarsdóttir 23 punktar

 

Karlar, punktakeppni með forgjöf:

1. Gísli Rafn Árnason 37 punkta

2. Þorvaldur Jónsson 36 punkta

3. Heimir Snær Sigurðsson 36 punkta

  

Lengsta teighögg: Í flokki stúlkna 18 ára og yngri varð Stefanía Krístin GA með lengsta höggið. Í flokki kvenna var Halla Berglind GA með lengsta höggið. Í flokki karla var Bergur Rúnar Björnsson úr GÓ með lengsta höggið. Í drengja flokki náði enginn að vera á braut til að vinna til verðlauna um lengsta teighögg en munaði víst mjóu hjá þeim flestum J

 

Næst holu á 18. braut í kvennaflokki var Leanne Carol Legett sem var 3,18 m frá holu. Næst holu í karla flokki var Heimir Sigurðsson 2,10 m frá holu.

Enginn var á flöt í unglingaflokkum.

 

Þátttaka var góð, 85 skráðir til leiks - rennur þátttökugjald til unglingastarfsins hjá klúbbnum. Kalt var í veðri og súldaði fyrst um morgunin en fór hlýnandi þegar leið á daginn.

 

Verðlaun í mótinu voru gefin af EJS, Vífilfelli og Domino´s og þökkum við þeim vel fyrir.

 

Forgjafarfl. I 9 (10%)

Forgjafarfl. II 20 (30%)

Forgjafarfl. III og IV 43 (60%)

Kylfingar með 35 punkta eða meira 10 (14%)

 

CSA leiðrétting +1