Úrslit í Ryder Cup GA

Annað árið í röð hafa karlarnir betur.

Mikil stemming var á miðvikudagskvöldið 5. maí þegar 12 bestu karlar og 12 bestu konur úr púttmótaröð vetrarins öttu kappi í Ryder Cup GA - karlarnir höfðu betur unnu konurnar 13/5.

Tvímenningurinn fór 4/1 og einmenningur 8/3 í tvímenningi voru tvö jafntefli og í tveimur leikjum réðust úrslit á 18 holu. Í einmenningi fóru 6 leikir á 18 og tveir jafnir.

Karlaliðið skipuðu þeir: Vigfús Ingi Hauksson, Anton Ingi Þorsteinsson, Eiður Stefánsson, Arnar Pétursson, Jason Wright, Friðrik Gunnarsson, Óskar Jónasson, Ólafur Gylfason, Þórir V. Þórisson, Arinbjörn Kúld, Eymundur Lúthersson, og Jóhann Rafn Heiðarsson.

Kvennalið var þannig skipað: Anna Einarsdóttir, Edda Aspar, Þórunn Haraldsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Brynja Jónsdóttir, Halla Sif Svavarsdóttir, Guðlaug María´Oskarsdóttir, Sveindís Almarsdóttir, Stefanía Anna Valgeirsdóttir, Jónasína Arnbjörnsdóttir, Auður Dúadóttir og Unnur Hallsdóttir.