Úrslit í Ryder Cup GA

Karlarnir höfðu betur.

Mikil og góð stemming var á laugardaginn þegar 12 bestu karlar og 12 bestu konur úr púttmótaröð vetrarins öttu kappi í Ryder Cup GA - karlarnir höfðu betur unnu konurnar 12/6.

Þetta var mikil skemmtun og allir sammála um það að þessi keppni væri komin til að vera og verða stífar æfingar hjá konunum því þær höfðu á orði að ekki skyldu þær tapa aftur fyrir körlunum að ári.

Tvímenningurinn fór 4/2 og einmenningur 8/4

Karlaliðið skipuðu þeir: Hafþór Ingi Valgeirsson, Samúel Gunnarsson, Vigfús Ingi Hauksson, Sigurður Samúelsson, Jóhann Rafn Heiðarsson, Anton Ingi Þorsteinsson, Hallur Guðmundsson, Geir Óskarsson, Stefán Ólafur Jónsson, Eymundur Lúthersson, Stefán M. Jónsson, og Guðmundur Björnsson.

Kvennalið var þannig skipað: Anna Einarsdóttir, Þórunn Haraldsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Halla Sif Svavarsdóttir, Guðný Óskarsdóttir, Jónína Ketilsdóttir, Sveindís Almarsdóttir, Jónasína Arnbjörnsdóttir, Auður Dúadóttir, Edda Aspar, Unnur Hallsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir.